Sölu- og afhendingarskilmálar

Almennt

Platinum.is er rekið af Platinum Pro ehf. Kennitala: 410618-1840, VSK númer: 131948.

Skilmálar þessir gilda um kaup á vörum á vefsvæðinu platinum.is.
Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur Platinum Pro ehf. annars vegar og kaupanda vöru hins vegar. Skilmálar þessir skulu vera samþykktir áður en kaup á vöru á sér stað og er það nú þegar hluti af kaupferli viðskiptavina.

Vöruskil og endurgreiðslur – Vöruábyrgð

Séu viðskiptavinir ekki ánægðir með vöruna okkar bjóðum við þeim að skila henni innan 100 daga gegn 100% endurgreiðslu.
Viðskiptavinir geta haft samband símleiðis eða með tölvupósti við endurgreiðum eins fljótt og auðið er.
Framvísa verður greiðslukvittun frá Platinum Pro eða þeim sölustað sem varan var keypt svo unnt sé að skila vörum.

Vöruverð og afhendingarskilmálar

Öll vöruverð eru með 24% virðisaukaskatti og eru þau birt með fyrirvara um prentvillur.
Áskilum við okkur rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp eða vara ekki til.

Ef verslað er fyrir 10.000 kr eða meira veitum við fría heimsendingu á pöntuðum vörum hvert á land sem er.
Við keyrum vörur heim á höfuðborgarsvæðinu en annars er hún send með Póstinum og fæst afhend á nærliggjandi pósthúsi.

Ef verslað er fyrir minna en 10.000 kr keyrir Platinum Pro vöruna frítt á pósthúsið.
Kaupandi greiðir fyrir sendingu frá höfuðborgarsvæðinu og á sitt pósthús skv. verðskrá Póstsins.
Athugið að Platinum Pro gefur sér 2-3 sólahringa til þess að afhenda pantanir innan höfuðborgarsvæðisins.
Gera má ráð fyrir að það geti tekið allt að 3-7 daga að fá vörur sem senda þarf utan höfuðborgarsvæðis.

Öryggisskilmálar

Platinum Pro heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. 

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna þessa samnings skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Greiðslumöguleikar

Hafa samband

Platinum Pro ehf
Staðarbakki 2
109 Reykjavík
Sími: +354 862 6969

Kt: 410618-1840
Vsk nr: 131948

© 2023 Platinum Pro ehf.