Við erum hér fyrir þig!
Algengar spurningar og svör
Hér að neðan má finna algengar spurningar frá viðskiptavinum okkar ásamt svörum.
Af hverju vinnur PLATINUM úr fersku kjöti?
Miðað við hefðbundið þurrfóður, þar sem aðeins kjötmáltíðirnar eru unnar, þá framleiðir PLATINUM fóður úr lágmark 70% fersku kjöti. Í samanburði við kjötmáltíðir, sem hafa verið unnar með mjög háu hitastigi, þá er hægt að hægelda ferskt kjöt og án þess að bæta við vatni, sem þarf að bæta við í hefbundnu ferli. Þetta þýðir að hægt er að nota prótein á sem bestan hátt og leifar af raka úr ferska kjötinu, sem samanstendur af hreinum kjötsafa, gefur lokaafurðinni óviðjafnanlegt bragð án þess að bæta við bragðefnum.
Hverning skipti ég úr öðru fóðri í PLATINUM fóður?
Snögg skipti án aðlögunartímabils er ráðlagt. Þar sem PLATINUM þurrfóður og aðrar tegundir fóðurs eru mismeltanlegar er ekki ráðlagt að blanda þeim saman.
Af hverju er maturinn eins fyrir allar hundategundir?
Allir hundar eru upphaflega komnir af úlfum og því er meltingarvegurinn hannaður fyrir kjöt. Fóðurbitarnir okkar eru framleiddir þannig að þeir frásogast auðveldlega og fullnægja jafnt þörfum allra tegunda, frá Chihuahua til Stóra Dana.
Hver er geymslutíminn á PLATINUM?
Þurrfóðrið geymist í 18 mánuði eftir framleiðslu, MENU blautfóðrið geymist í 36 mánuði og MENU mini í 24 mánuði eftir framleiðslu.
Get ég breytt auðveldlega á milli mismunandi Adult bragðtegunda?
Já, þú getur breytt hvenær sem er og getur meira að segja gefið sitthvora bragðtegundina sama daginn.
Af hverju er PLATINUM ekki með úrval fyrir eldri hunda?
Í náttúrunni borðar gamall úlfur það sama og ungur úlfur. Ef þú gefur eldri hundi minna prótein, þá tapar hann vöðvamassa og nýtur síður lífsins.
Af hverju inniheldur Puppy Chicken ekki grænmúslingaþykkni?
Til að valda ekki erfiðleikum fyrir hvolpinn að framleiða sjálfur þessi nauðsynlegu efni sem finnast í þykkninu, það ætti ekki að bæta því í fóðrið fyrstu 3 mánuðina.
Framkvæmir PLATINUM prófanir á dýrum?
Þú getur treyst því að engar prófanir á dýrum fara fram við þróun og framleiðslu fóðurs eða umhirðuvörum, hvorki af okkur né þriðja aðila.
Greiðslumöguleikar
Hafa samband
Platinum Pro ehf
Staðarbakki 2
109 Reykjavík
Sími: +354 862 6969
Kt: 410618-1840
Vsk nr: 131948
© 2023 Platinum Pro ehf.